Viðskipti innlent

Fasteignakaup jukust um 5,4% milli ára í júlí

Nokkur aukning varð á fjölda þinglýstra samninga um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í júlí s.l. miðað við sama mánuð í fyrra eða 5,4%. Veltan jókst um 12,2% milli ára.

Alls var 470 samningum þinglýst í júlí s.l. en fjöldi þeirra var 446 í sama mánuði í fyrra. Heildarveltan nam 13,5 milljörðum kr. á móti 12,1 milljarði kr. í sama mánuði í fyrra.

Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár Íslands. Þar segir að viðskipti með eignir í fjölbýli námu 9,1 milljarði kr. í júlí s.l., viðskipti með eignir í sérbýli 3,5 milljörðum kr. og viðskipti með aðrar eignir 0,9 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×