Handbolti

Karlalandsliðið kemur saman í kvöld

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Stefánsson er í 23 manna landsliðshópi Arons Kristjánssonar.
Ólafur Stefánsson er í 23 manna landsliðshópi Arons Kristjánssonar. Mynd/Valli
Íslenska karlalandsliðið í handbolta kemur saman til æfinga í kvöld. Um er að ræða fyrstu æfingu liðsins fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer á Spáni í janúar.

Fjölmargir leikmenn landsliðsins léku með liðum sínum í Þýskalandi í gær. Von er á leikmönnunum til landsins í dag, á æfingu í kvöld og aftur í fyrramálið.

Ísland mætir Túnis í fyrri æfingaleik sínum í Laugardalshöll annað kvöld klukkan 19.45. Síðari æfingaleikurinn fer fram á laugardag á sama stað og hefst klukkan 13.30.

Að loknum æfingaleiknum gegn Túnis á laugardag fá landsliðsmennirnir fjögurra daga frí frá æfingum fram yfir áramót. Ísland mætir svo Svíum í æfingaleik ytra 8. janúar áður en haldið verður til Spánar.

Ísland mætir Rússum í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu á öðrum leikdegi mótsins 12. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×