Handbolti

Aðalmarkvörður Rúmena missir af leiknum gegn Íslandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Paula Ungureanu
Paula Ungureanu Mynd/www.ehf.com
Paula Ungureanu, markvörður rúmenska kvennalandsliðsins í handknattleik, verður ekki með landsliði sínu í landsleiknum gegn Íslandi á miðvikudaginn. Þetta kemur fram á Eurohandball.com.

Dauðsfall varð í fjölskyldu markvarðarins sem hélt heim til Rúmeníu. Markvörðurinn missir af leikjum Rúmena gegn Rússum annað kvöld og Íslandi á miðvikudag en reiknað er með því að hún snúi aftur fyrir leikinn gegn Svartfellingum á föstudag.

„Þetta eru erfiðir tímar hjá henni. Ég er þó viss að hún kemur enn sterkari tilbaka," sagði Gheorghe Tadici þjálfari Rúmena.

AUk Ungureanu varð hægri skyttan Camelia Hotea fyrir meiðslum í síðustu viku svo ljóst er að skörð eru hoggin í rúmenska landsliðið. Þá lenti rúta rúmenska liðsins í árekstri á föstudag á leið sinni í æfingaleik gegn Serbum en engan sakaði.

Rúmenar töpuðu æfingaleiknum gegn Serbum 26-20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×