Elliðaár teknar út fyrir sviga 23. nóvember 2012 15:00 Sjávarfossinn í Elliðaánum er til taks eftir sjö mánuði. Mynd / Garðar Félagsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur munu ekki eiga á hættu að A-lumsóknir þeirra falli dauðar niður vegna úthlutunar í Elliðánum. Leyfin í ánna verða í sérstökum potti. Það er stjórn Stangaveiðifélagsins sem hefur breytt úthlutunarferlinu í Elliðaánum að því er segir á svfr.is: "Nú mun bera svo við að ekki þarf að nota hefðbundnar A-umsóknir til þess að sækja um leyfi í árnar, heldur mun verða sérstakur reitur fyrir Elliðaárumsóknir sem ekki eru háðar úthlutunarferli annara svæða. Mikil ásókn hefur verið í árnar undanfarin ár, og margar A-umsóknir farið forgörðum hjá félagsmönnum. Um leið og þær verða undir þá minnka um leið líkurnar á úthlutun á öðrum svæðum þar sem veikari umsóknir eru notaðar. Því eru mýmörg dæmi þess að umsóknarblöð félagsmanna hafa fallið líkt og spilaborg. Jafnframt er opnað fyrir þann möguleika, að ef mikil ásókn er á ákveðin tímabil (t.a.m fyrir hádegi um miðjan júlí) þá muni fara fram tölvudráttur um leyfin. Verður það jafnvel gert að umsækjendum viðstöddum. Nánari útfærsla á umsóknarferlinu í Elliðaárnar verður kynnt í komandi söluskrá SVFR," segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur.gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Vond veiði í Veiðivötnum Veiði Veiðin búin að vera frábær í Köldukvísl og Tungná Veiði 50 laxar komnir í klakkistur í Eystri Rangá Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Hraunsfjörðurinn sýður; stórbleikjur úr Þingvallavatni Veiði Ytri Rangá að komast í gang Veiði Stutt í að Hraunsfjörður fari í gang Veiði Sprækir urriðar í Elliðaánum Veiði Jólahús SVFR föstudaginn 2. des Veiði 100 laxa holl lokadagana í Kjósinni Veiði
Félagsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur munu ekki eiga á hættu að A-lumsóknir þeirra falli dauðar niður vegna úthlutunar í Elliðánum. Leyfin í ánna verða í sérstökum potti. Það er stjórn Stangaveiðifélagsins sem hefur breytt úthlutunarferlinu í Elliðaánum að því er segir á svfr.is: "Nú mun bera svo við að ekki þarf að nota hefðbundnar A-umsóknir til þess að sækja um leyfi í árnar, heldur mun verða sérstakur reitur fyrir Elliðaárumsóknir sem ekki eru háðar úthlutunarferli annara svæða. Mikil ásókn hefur verið í árnar undanfarin ár, og margar A-umsóknir farið forgörðum hjá félagsmönnum. Um leið og þær verða undir þá minnka um leið líkurnar á úthlutun á öðrum svæðum þar sem veikari umsóknir eru notaðar. Því eru mýmörg dæmi þess að umsóknarblöð félagsmanna hafa fallið líkt og spilaborg. Jafnframt er opnað fyrir þann möguleika, að ef mikil ásókn er á ákveðin tímabil (t.a.m fyrir hádegi um miðjan júlí) þá muni fara fram tölvudráttur um leyfin. Verður það jafnvel gert að umsækjendum viðstöddum. Nánari útfærsla á umsóknarferlinu í Elliðaárnar verður kynnt í komandi söluskrá SVFR," segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur.gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Vond veiði í Veiðivötnum Veiði Veiðin búin að vera frábær í Köldukvísl og Tungná Veiði 50 laxar komnir í klakkistur í Eystri Rangá Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Hraunsfjörðurinn sýður; stórbleikjur úr Þingvallavatni Veiði Ytri Rangá að komast í gang Veiði Stutt í að Hraunsfjörður fari í gang Veiði Sprækir urriðar í Elliðaánum Veiði Jólahús SVFR föstudaginn 2. des Veiði 100 laxa holl lokadagana í Kjósinni Veiði