Rjúpur detta inn fyrir austan 14. nóvember 2012 08:15 Rjúpnaskyttur hafa þurft að sætta sig við misjöfn veður í haust. Þessi náði þó í soðið í Breiðdalnum. Mynd / Veiðiþjónustan Strengir. Veðrið hefur vafist fyrir skotveiðimönnum þá fáu daga sem heimilt hefur verið að ganga til rjúpna. Opnunarhelgin gaf þó dálítið á svæðum Strengja fyrir austan. "Opnunarhelgin 26. -28. október í rjúpunni gaf á milli 50 til 60 rjúpur bæði í Breiðdal og á Jöklusvæðum og voru á milli sex til níu 9 manns að veiðum á hvorum stað. Rjúpan var dreifð og þurfti að hafa mikið fyrir því að finna hana en flestir fengu þó eitthvað í soðið," segir Þröstur Elliðasona á vefsíðunni strengir.is. "Það má segja að helgin á eftir 3. til 4. nóvember hafi fokið á haf út vegna óveðursins og vonlaust að veiða þann laugardag og síðan erfitt að komast á svæðin vegna ófærðar sunnudaginn 4. nóvember," heldur frásögnin áfram. Fram kemur síðan að gestir í Veiðihúsinu Hálsakoti í Jökulsárdal hafi í í góðu og björtu veðri eftir helgi sér mikið af fugli í kjarrinu bak við veiðihúsið. Svo virtist sem rjúpan sé komin víða í kjarrið í Jökulsárhlíðinni eftir allan snjóinn sem hafi komið niður þar eystra. "Því gæti verið spennandi helgar framundan ef veður helst í lagi og enn þá eru lausar nokkrar byssur á Jöklusvæðum 17. til 18 nóvember með gistingu án fæðis í veiðihúsinu. Áhugasamir spyrji um nánari upplýsingar," segir á strengir.is.gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Gott síðdegi á urriðaslóð Veiði Kynning á frambjóðendum SVFR Veiði Hvernig nærðu draumalaxinum? Veiði Umsóknarfjöldinn hjá SVFR á pari við síðustu ár Veiði Lagt til að alfriða stórlax í veiðiánum sumarið 2011 Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Hvar er laxinn sem á að vera mættur í Leirvogsá Veiði Saga stangveiða: Niðursuða James Ritchie á Hvítárlaxi Veiði Norðurá: Mun minna af laxi en undanfarin ár Veiði
Veðrið hefur vafist fyrir skotveiðimönnum þá fáu daga sem heimilt hefur verið að ganga til rjúpna. Opnunarhelgin gaf þó dálítið á svæðum Strengja fyrir austan. "Opnunarhelgin 26. -28. október í rjúpunni gaf á milli 50 til 60 rjúpur bæði í Breiðdal og á Jöklusvæðum og voru á milli sex til níu 9 manns að veiðum á hvorum stað. Rjúpan var dreifð og þurfti að hafa mikið fyrir því að finna hana en flestir fengu þó eitthvað í soðið," segir Þröstur Elliðasona á vefsíðunni strengir.is. "Það má segja að helgin á eftir 3. til 4. nóvember hafi fokið á haf út vegna óveðursins og vonlaust að veiða þann laugardag og síðan erfitt að komast á svæðin vegna ófærðar sunnudaginn 4. nóvember," heldur frásögnin áfram. Fram kemur síðan að gestir í Veiðihúsinu Hálsakoti í Jökulsárdal hafi í í góðu og björtu veðri eftir helgi sér mikið af fugli í kjarrinu bak við veiðihúsið. Svo virtist sem rjúpan sé komin víða í kjarrið í Jökulsárhlíðinni eftir allan snjóinn sem hafi komið niður þar eystra. "Því gæti verið spennandi helgar framundan ef veður helst í lagi og enn þá eru lausar nokkrar byssur á Jöklusvæðum 17. til 18 nóvember með gistingu án fæðis í veiðihúsinu. Áhugasamir spyrji um nánari upplýsingar," segir á strengir.is.gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Gott síðdegi á urriðaslóð Veiði Kynning á frambjóðendum SVFR Veiði Hvernig nærðu draumalaxinum? Veiði Umsóknarfjöldinn hjá SVFR á pari við síðustu ár Veiði Lagt til að alfriða stórlax í veiðiánum sumarið 2011 Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Hvar er laxinn sem á að vera mættur í Leirvogsá Veiði Saga stangveiða: Niðursuða James Ritchie á Hvítárlaxi Veiði Norðurá: Mun minna af laxi en undanfarin ár Veiði