Handbolti

Kiel vann rúmensku meistarana með 21 marki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Nordic Photos / Getty Images
THW Kiel fór heldur létt með andstæðing sinn í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Kiel vann HCM Constanta frá Rúmeníu með samtals 21 marki, 35-14.

Eins og tölurnar bera með sér var varnarleikur Kiel afar öflugur og þá áttu markverðirnir Thierry Omeyer og Andrea Palicka stórleik.

Staðan í hálfleik var 16-7 en þeir Daniel Narcisse og Momir Ilic voru markahæstir í liði Kiel með fjögur mörk hvor.

Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson leika með Kiel en hvorugur skoraði í kvöld. Kiel hefur unnið alla leiki sína til þessa í Meistaradeildinni í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×