Handbolti

Lærisveinar Dags með öruggan sigur

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin eru komnir upp að hlið Barcelona í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eftir fínan sigur, 31-27, á svissneska liðinu Kadetten Schaffhausen í kvöld.

Bæði lið eru komin með sex stig en Berlin hefur leikið einum leik meira en Börsungar.

Berlin var sterkara liði allan tímann og leiddi með þrem mörkum í hálfleik, 14-11. Svissneska liðið er aftur á móti ólseigt og hékk aftan í Berlínarliðinu lengi vel í síðari hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×