Handbolti

Vignir með tvö mörk í þriðja heimasigri Minden í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vignir Svavarsson.
Vignir Svavarsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Vignir Svavarsson og félagar í GWD Minden unnu sinn þriðja heimasigur í röð í kvöld þegar þeir unnu dramatískan eins marks sigur á TuS N-Lübbecke, 32-31, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Vignir Svarsson skoraði tvö mörk í leiknum og komu þau bæði í fyrri hálfleiknum. Nenad Bilbija tryggði Minden sigurinn með því að skora sigurmarkið rétt fyrir leikslok en hann var markahæstur í liðinu með átta mörk.

Minden-liðið var með frumkvæðið framan af leik, komst í 6-3, 10-6 og var 13-11 yfir þegar átta mínútur voru til hálfleiks. TuS N-Lübbecke skoraði hinsvegar 5 af 6 síðustu mörkum hálfleiksins og var 16-14 yfir í leikhléi.

TuS N-Lübbecke náði mest fimm marka forskoti, 24-19, þegar 18 mínútur voru eftir en það tók Minden aðeins fimm mínútur að jafna í 25-25 og lokamínúturnar voru síðan æsispennandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×