Handbolti

Sverre sá rautt | Hvað gerðu Íslendingarnar í Þýskalandi?

Sverre í leik gegn Lemgo.
Sverre í leik gegn Lemgo.
Landsliðsmaðurinn Sverre Andreas Jakobsson fékk að líta rauða spjaldið í kvöld er lið hans, Grosswallstadt, tapaði, 31-27, gegn Hannover-Burgdorf.

Ljúfmennið Sverre var vísað þrisvar af velli í leiknum og fékk því að líta rauða spjaldið. Grosswallstadt er í næstneðsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins fengið eitt stig það sem af er vetri.

Lið Rúnars Sigtryggssonar, EHV Aue, tapaði á heimavelli, 25-31, gegn Empor Rostock. Sveinbjörn Pétursson stóð á milli stanganna hjá Aue í leiknum en liðið er í 15. sæti af 20 liðum í B-deildinni.

Arnór Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Bergischer sem vann sætan útisigur, 25-26, á Bad Schwartau. Bergischer er í öðru sæti deildarinnar.

Ólafur Bjarki Ragnarsson og Ernir Hrafn Arnarson skoruðu báðir tvö mörk fyrir Emsdetten sem vann heimasigur, 26-20, á Erlangen. Emsdetten er á toppi B-deildarinnar.

Hannes Jón Jónsson fór mikinn í liði Aðalsteins Reynis Eyjólfssonar, Eisenach, og skoraði sjö mörk í tapi, 26-28, á heimavelli gegn Ludwigshafen-Friesenheim. Eisenach er í fjórða sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×