Stórlaxar á sveimi í Þverá Svavar Hávarðsson skrifar 7. október 2012 17:19 Laxar sem sýndu sig á þessum fallega veiðistað voru margir hverjir stórir. Hér veiddust 5 laxar á einum degi í vikunni. Mynd/Trausti Á sama tíma og flestir áhugamenn um stangveiði eru að ganga frá stöngum sínum og öðrum búnaði fyrir veturinn er ennþá hægt að renna fyrir lax, og fá góða veiði. Þetta sönnuðu veiðimenn sem dvöldu við bakka Þverár í Fljótshlíð fyrir helgina en þeir náðu sex löxum á einum degi. Fréttin er kannski frekar sú að þessi góða veiði samanstóð af einum ellefu punda hæng, tíu punda hrygnu auk minni laxa á bilinu fjögur til sjö pund. Ekki amarlegur haustdagur það. Veiðimenn sem komu á eftir þessu holli hrepptu leiðinda veður; haustrok af norðri og glennusól en náðu þó einum fallegum smálaxi á flugu á veiðistað númer 21. Eins sáust fiskar í veiðistaðnum Þorra, sem er ofarlega í ánni. Þar vildu laxar ekki taka agn veiðimanna en stukku og djöfluðust þegar agni var rennt í hylinn. Fór ekki á milli mála að þar á meðal voru legnir, og frekar illilegir, hængar sem slöguðu vel í 20 pundin. Eins sýndu sig minni laxar ítrekað. Þegar fréttir eru lesnar þá virðist sem Þverá í Fljótshlíð koma flestum veiðimönnum skemmtilega á óvart, og fara langt fram úr væntingum þeirra sem þangað leggja leið sína. Þverá er reyndar skemmtileg fluguveiðiá, sérstaklega þegar neðar dregur. Þeir sem veiða á garðflugu finna líka nokkra staði þar sem skemmtilegt er að renna. Enn verður veitt í Þverá næstu daga og hafi menn ekki fengið nóg eftir sumarið er einn dagur í Þverá kostur sem mæla má með. Hægt er að nálgast allar upplýsingar hér. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiðitölur LV: Aldrei minni veiði síðan talningar hófust Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Misjöfn veiði í Þingvallavatni Veiði Gott úrval leyfa í stóran silung Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði
Á sama tíma og flestir áhugamenn um stangveiði eru að ganga frá stöngum sínum og öðrum búnaði fyrir veturinn er ennþá hægt að renna fyrir lax, og fá góða veiði. Þetta sönnuðu veiðimenn sem dvöldu við bakka Þverár í Fljótshlíð fyrir helgina en þeir náðu sex löxum á einum degi. Fréttin er kannski frekar sú að þessi góða veiði samanstóð af einum ellefu punda hæng, tíu punda hrygnu auk minni laxa á bilinu fjögur til sjö pund. Ekki amarlegur haustdagur það. Veiðimenn sem komu á eftir þessu holli hrepptu leiðinda veður; haustrok af norðri og glennusól en náðu þó einum fallegum smálaxi á flugu á veiðistað númer 21. Eins sáust fiskar í veiðistaðnum Þorra, sem er ofarlega í ánni. Þar vildu laxar ekki taka agn veiðimanna en stukku og djöfluðust þegar agni var rennt í hylinn. Fór ekki á milli mála að þar á meðal voru legnir, og frekar illilegir, hængar sem slöguðu vel í 20 pundin. Eins sýndu sig minni laxar ítrekað. Þegar fréttir eru lesnar þá virðist sem Þverá í Fljótshlíð koma flestum veiðimönnum skemmtilega á óvart, og fara langt fram úr væntingum þeirra sem þangað leggja leið sína. Þverá er reyndar skemmtileg fluguveiðiá, sérstaklega þegar neðar dregur. Þeir sem veiða á garðflugu finna líka nokkra staði þar sem skemmtilegt er að renna. Enn verður veitt í Þverá næstu daga og hafi menn ekki fengið nóg eftir sumarið er einn dagur í Þverá kostur sem mæla má með. Hægt er að nálgast allar upplýsingar hér. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiðitölur LV: Aldrei minni veiði síðan talningar hófust Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Misjöfn veiði í Þingvallavatni Veiði Gott úrval leyfa í stóran silung Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði