Rússar í hart vegna netaveiði Norðmanna á laxi Svavar Hávarðsson skrifar 25. september 2012 15:42 Árni Baldursson með fallegan lax úr Yokanga ánni á Kólaskaga Ríkisstjóri Múrmansk-héraðs í Rússlandi hefur ákveðið að vísa ágreiningi um laxveiðar Norðmanna í net á hafsvæði undan ströndum Finnmerkur til öryggisráðs Rússlands. Samningaviðræður Norðmanna og Rússa síðastliðin tvö ár hafa engan árangur borið, og því er þessi leið nú valin. Öryggisráðið er forsetanum til ráðuneytis um öryggi ríkisins og skipað ráðherrum og fleiri háttsettum embættismönnum. Ríkisstjórinn, Marína Kovtun, boðaði vegna þessa Orra Vigfússon, formann NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, nýlega á fund á Kólaskaga þar sem þau ræddu ítarlega um hrun laxastofnsins í N-Atlantshafi. Ríkisstjórinn sagði eftir fundinn að meira en hundrað rússneskar laxveiðiár á svæðinu væru mikilvægar ferðaþjónustu Rússlands og að sögn Orra er það skoðun ríkisstjórans að ótækt sé að laxanet Norðmanna skaði laxastofninn. Á milli 60–70% af þeim laxi sem veiddur er í netin eru hinn verðmæti vorlax sem stendur undir meginhrygningunni í rússneskum ám á þessum slóðum, að sögn Orra. Bent hefur verið á að veiðar Norðmanna séu brot á 66. grein Hafréttarsáttmála Sameinuðu Þjóðanna, en alþjóðleg nefnd vísindamanna hefur staðfest að laxinn sem um ræðir sé af rússneskum uppruna. Þess utan hefur Nils Pettersen, formaður norskra veiðiréttareigenda, sagt að ef netaveiðar Norðmanna verði aflagðar hefði það góð áhrif á norskar laxveiðiár en ástand þeirra margra er bágborið. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Flott skot í Blöndu IV Veiði Veiðin byrjar í Varmá 1. apríl Veiði 40-60 laxar á dag í Miðfjarðará Veiði Haustveiði á laxi í höfuðborginni gengur vel Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Vikuveiðin í laxveiðiánum og lokatölur víða Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði
Ríkisstjóri Múrmansk-héraðs í Rússlandi hefur ákveðið að vísa ágreiningi um laxveiðar Norðmanna í net á hafsvæði undan ströndum Finnmerkur til öryggisráðs Rússlands. Samningaviðræður Norðmanna og Rússa síðastliðin tvö ár hafa engan árangur borið, og því er þessi leið nú valin. Öryggisráðið er forsetanum til ráðuneytis um öryggi ríkisins og skipað ráðherrum og fleiri háttsettum embættismönnum. Ríkisstjórinn, Marína Kovtun, boðaði vegna þessa Orra Vigfússon, formann NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, nýlega á fund á Kólaskaga þar sem þau ræddu ítarlega um hrun laxastofnsins í N-Atlantshafi. Ríkisstjórinn sagði eftir fundinn að meira en hundrað rússneskar laxveiðiár á svæðinu væru mikilvægar ferðaþjónustu Rússlands og að sögn Orra er það skoðun ríkisstjórans að ótækt sé að laxanet Norðmanna skaði laxastofninn. Á milli 60–70% af þeim laxi sem veiddur er í netin eru hinn verðmæti vorlax sem stendur undir meginhrygningunni í rússneskum ám á þessum slóðum, að sögn Orra. Bent hefur verið á að veiðar Norðmanna séu brot á 66. grein Hafréttarsáttmála Sameinuðu Þjóðanna, en alþjóðleg nefnd vísindamanna hefur staðfest að laxinn sem um ræðir sé af rússneskum uppruna. Þess utan hefur Nils Pettersen, formaður norskra veiðiréttareigenda, sagt að ef netaveiðar Norðmanna verði aflagðar hefði það góð áhrif á norskar laxveiðiár en ástand þeirra margra er bágborið. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Flott skot í Blöndu IV Veiði Veiðin byrjar í Varmá 1. apríl Veiði 40-60 laxar á dag í Miðfjarðará Veiði Haustveiði á laxi í höfuðborginni gengur vel Veiði Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum sett á Miklatúni í dag Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Vikuveiðin í laxveiðiánum og lokatölur víða Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði