Innlent

Allt Norðurland án rafmagns

„Það er mjög óvenjulegt, sérstaklega svona í seinni tíð að svona stór hluti af landinu verði rafmagnslaus vegna veðurs," segir Guðlaugur Sigurgeirsson, rafmagnsverkfræðingur og deildarstjóri netrekstrar hjá Landsneti. Rafmagnslaust er nánast á öllu Norðurlandi, frá Blönduósi og að Kópaskeri, og þá er stórhluti Austurlands keyrði áfram á varaafli.

Allir þéttbýlisstaðir á þessu svæði eru án rafmagns. Á meðal þeirra eru Sauðárkrókur, Skagaströnd og Akureyri, Dalvík og Húsavík.

„Við fórum að fá áföll í kerfið fyrst í morgun vegna veðurs. Það hafði áhrif á norðausturlandi. En fyrir svona klukkutíma þá kom rafmagnsleysi frá Blöndu og yfir á Akureyri," segir Guðlaugur. Frá Blöndu liggja tvær stórar rafmagnslínur og vinna nú starfsmenn Landsnet að koma stærri línunni í lag. „Það er rosalega mikill ís á henni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×