Vilja svör vegna mengunarslyss Svavar Hávarðsson skrifar 14. september 2012 23:44 Veitt í Rangárflúðum í Ytri-Rangá. Mynd / Trausti Hafliðason Stangveiðifélagið Lax-á ehf., leigutaki Ytri-Rangár, telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mengunarslyss sem varð í ánni í september í fyrra. Lögfræðingur Lax-ár hefur sent hreppsnefnd Rangárþings ytra erindi þessa efnis og leitað eftir afstöðu sveitarfélagsins til málsins. Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að leita eftir áliti hjá lögmanni sveitarfélagsins. Eins á að kanna afstöðu fyrirtækisins Reykjagarðs vegna málsins. Forsaga málsins er sú að 7. september í fyrra flæddi úrgangur úr kjúklingasláturhúsi Reykjagarðs við Hellu niður Ytri-Rangá vegna mistaka. Á þeim tíma var á annan tug útlendinga við veiðar í ánni sem urðu vitni að því þegar úrgangurinn; kjúklingafita, innyfli og salernispappír, komu fljótandi í gegnum veiðistaði þeirra. Áin var óveiðandi fyrst á eftir og langt fram á haust var fitubrák við bakka hennar. Ekki var um einsdæmi að ræða, að sögn starfsmanna Lax-ár á þeim tíma, en sveitarfélagið setti í kjölfarið upp hreinsistöð til að fyrirbyggja að frekari óhöpp myndu endurtaka sig. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins þurftu forsvarsmenn Lax-ár að bjóða veiðimönnum veiðileyfi í sumar í bætur. Málið snýst ekki síst um að endurvinna ímynd Ytri-Rangár sem veiðiár í hópi þeirra viðskiptavina fyrirtækisins sem hafa komið þar til veiða árum saman.svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði Risaganga í Hrútafjarðará - vatn í sögulegu lágmarki Veiði Frábær tími fyrir dorgveiði Veiði Leirvogsá á lausu Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ný veiðibók komin út: Ágóðinn rennur til NASF Veiði 98 sm lax úr Blöndu Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Fín veiði í Laxá í Kjós Veiði
Stangveiðifélagið Lax-á ehf., leigutaki Ytri-Rangár, telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mengunarslyss sem varð í ánni í september í fyrra. Lögfræðingur Lax-ár hefur sent hreppsnefnd Rangárþings ytra erindi þessa efnis og leitað eftir afstöðu sveitarfélagsins til málsins. Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að leita eftir áliti hjá lögmanni sveitarfélagsins. Eins á að kanna afstöðu fyrirtækisins Reykjagarðs vegna málsins. Forsaga málsins er sú að 7. september í fyrra flæddi úrgangur úr kjúklingasláturhúsi Reykjagarðs við Hellu niður Ytri-Rangá vegna mistaka. Á þeim tíma var á annan tug útlendinga við veiðar í ánni sem urðu vitni að því þegar úrgangurinn; kjúklingafita, innyfli og salernispappír, komu fljótandi í gegnum veiðistaði þeirra. Áin var óveiðandi fyrst á eftir og langt fram á haust var fitubrák við bakka hennar. Ekki var um einsdæmi að ræða, að sögn starfsmanna Lax-ár á þeim tíma, en sveitarfélagið setti í kjölfarið upp hreinsistöð til að fyrirbyggja að frekari óhöpp myndu endurtaka sig. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins þurftu forsvarsmenn Lax-ár að bjóða veiðimönnum veiðileyfi í sumar í bætur. Málið snýst ekki síst um að endurvinna ímynd Ytri-Rangár sem veiðiár í hópi þeirra viðskiptavina fyrirtækisins sem hafa komið þar til veiða árum saman.svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði Risaganga í Hrútafjarðará - vatn í sögulegu lágmarki Veiði Frábær tími fyrir dorgveiði Veiði Leirvogsá á lausu Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ný veiðibók komin út: Ágóðinn rennur til NASF Veiði 98 sm lax úr Blöndu Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Fín veiði í Laxá í Kjós Veiði