Handbolti

Füchse Berlin og Kiel skildu jöfn | Kiel hafði ekki tapað stigi í 41 leik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kiel og Füchse Berlin gerðu jafntefli 26-26 í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag en þetta er í fyrsta skipti sem Kiel tapar stigi í meira en heilt tímabil. Liðið vann alla leiki í deildinni á síðustu leiktíð.

Lærirsveinar Dags Siðurðssonar í Füchse Berlin fögnuðu gríðarlega í leikslok en það er ekki á hverjum degi sem lið nær í stig gegn Kiel.

Aron Pálmarsson átti fínan leik fyrir Kiel en hann skoraði fimm mörk. Christian Zeitz var atkvæðamestur í liði Kiel með sex mörk. Guðjón Valur Sigurðsson náði sér ekki almennilega á strik í leiknum og gerði tvö mörk.

Mark Bult var markahæstur í liði Füchse Berlin með sex mörk.

Kiel hafði yfirhöndina nánast allan leikinn en Füchse Berlin var aldrei langt undan og gáfust ekki upp. Mikil barátta einkenndi leik  Füchse Berlin og Dagur Sigurðsson öskraði sína menn áfram allan leikinn.

Kiel hafði unnið 41 leik í röð í deildinni og var þetta í fyrsta sinn í meira en ár sem liðið tapar stigi í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×