830 laxar á land í Elliðaánum Kristján Hjálmarsson skrifar 19. september 2012 12:17 Á veiðum í Elliðaánum. Alls komu 830 laxar á land í sumar. Alls komu 830 laxar á land í Elliðaánum í sumar en veiði í ánum er nú lokið. Það er um 300 löxum minna en í fyrra og um 600 löxum minna en árið 2008. Á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur kemur fram að veiðin hafi farið mjög vel af stað og veiðitölur verið hærri en síðasta sumar. "Hins vegar dró mjög úr göngum upp úr miðjum júlí, og virðist sem að nokkur breyting hafi orðið á frá því að seiðasleppingum var hætt í Ellliðaánum. Kenningar eru uppi um a náttúrulegi stofninn skili sér mun fyrr en þeir laxar sem eru úr gönguseiðasleppingum. Vegna þessa séu göngur síðla júlímánaðar og í ágúst mun minni en áður enda byggja árnar laxgengd sína einvörðungu á náttúrulegri framleiðslu seiða," segir á vef SVFR. Hér að neðan má sjá veiðitölur í Elliðaánum síðustu ár en hafa verður í huga að um aldamótin voru árnar enn að ná sér eftir kýlaveiki sem kom upp árið 1995 og þá hefur kvóti á hverja dagsstöng verið minnkaður reglulega undanfarin ár.2012 - 830 laxar2011 - 1.147 laxar2010 - 1.164 laxar2009 - 880 laxar2008 - 1.457 laxar2007 - 936 laxar2006 - 900 laxar2005 - 954 laxar2004 - 645 laxar2003 - 472 laxar2002 - 478 laxar2001 - 414 laxar2000 - 592 laxar Stangveiði Mest lesið Veiðikortið í verðlaun hjá Veiðivísi á Facebook Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Black Ghost sterk í Urriðan Veiði Loksins lax á land í Blöndu Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Alls komu 830 laxar á land í Elliðaánum í sumar en veiði í ánum er nú lokið. Það er um 300 löxum minna en í fyrra og um 600 löxum minna en árið 2008. Á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur kemur fram að veiðin hafi farið mjög vel af stað og veiðitölur verið hærri en síðasta sumar. "Hins vegar dró mjög úr göngum upp úr miðjum júlí, og virðist sem að nokkur breyting hafi orðið á frá því að seiðasleppingum var hætt í Ellliðaánum. Kenningar eru uppi um a náttúrulegi stofninn skili sér mun fyrr en þeir laxar sem eru úr gönguseiðasleppingum. Vegna þessa séu göngur síðla júlímánaðar og í ágúst mun minni en áður enda byggja árnar laxgengd sína einvörðungu á náttúrulegri framleiðslu seiða," segir á vef SVFR. Hér að neðan má sjá veiðitölur í Elliðaánum síðustu ár en hafa verður í huga að um aldamótin voru árnar enn að ná sér eftir kýlaveiki sem kom upp árið 1995 og þá hefur kvóti á hverja dagsstöng verið minnkaður reglulega undanfarin ár.2012 - 830 laxar2011 - 1.147 laxar2010 - 1.164 laxar2009 - 880 laxar2008 - 1.457 laxar2007 - 936 laxar2006 - 900 laxar2005 - 954 laxar2004 - 645 laxar2003 - 472 laxar2002 - 478 laxar2001 - 414 laxar2000 - 592 laxar
Stangveiði Mest lesið Veiðikortið í verðlaun hjá Veiðivísi á Facebook Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Black Ghost sterk í Urriðan Veiði Loksins lax á land í Blöndu Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði