Haustveiðin farin af stað í Elliðaánum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. september 2012 16:00 Nýgenginn lax veiddist í Sjávarfossi í Elliðaánum fyrir nokkrum dögum. Mynd / Garðar Tveir laxar komu á land í morgun í Elliðaánum. Var það fyrsta vaktin af tveggja vikna tímabili sem bætt var við áður ákveðna veiðidaga í sumar. Aðeins er heimilt að veiða á flugu þessar tvær viðbótarvikur og er skylt að sleppa öllum laxi. Eingöngu er veitt í efri hluta ánna. Annar laxinn sem fékkst í morgun kom á Þýska snældu í Borgarstjóraholu og hinn veiddist í Hrauninu. Með þessum tveimur löxum var sumarveiðin í Elliðaánum komin upp í 769 laxa. Þótt veiðin síðustu vikurnar hafi verið mest á efsta svæðinu hafa fáeinir laxar skilað sér á land niður frá líka. Þannig veiddist nýgenginn lax í Sjávarfossi fyrir nokkrum dögum. Eitthvað er enn eftir af óseldum leyfum í Elliðaárnar hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Síðasti veiðidagurinn er 14. september. Veitt er á fjórar stangir. Stangveiði Mest lesið Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Taka kvótann á 4 stangir dag eftir dag Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Veiðimenn nær hættir að sleppa laxi í Fáskrúð í Dölum Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Norðurá: Yfirlýsing frá SVFR Veiði
Tveir laxar komu á land í morgun í Elliðaánum. Var það fyrsta vaktin af tveggja vikna tímabili sem bætt var við áður ákveðna veiðidaga í sumar. Aðeins er heimilt að veiða á flugu þessar tvær viðbótarvikur og er skylt að sleppa öllum laxi. Eingöngu er veitt í efri hluta ánna. Annar laxinn sem fékkst í morgun kom á Þýska snældu í Borgarstjóraholu og hinn veiddist í Hrauninu. Með þessum tveimur löxum var sumarveiðin í Elliðaánum komin upp í 769 laxa. Þótt veiðin síðustu vikurnar hafi verið mest á efsta svæðinu hafa fáeinir laxar skilað sér á land niður frá líka. Þannig veiddist nýgenginn lax í Sjávarfossi fyrir nokkrum dögum. Eitthvað er enn eftir af óseldum leyfum í Elliðaárnar hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Síðasti veiðidagurinn er 14. september. Veitt er á fjórar stangir.
Stangveiði Mest lesið Mokveiði í heiðarvötnunum Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Taka kvótann á 4 stangir dag eftir dag Veiði 7 komnir á land á fyrstu vakt í Laxá í Kjós Veiði Veiðimenn nær hættir að sleppa laxi í Fáskrúð í Dölum Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Norðurá: Yfirlýsing frá SVFR Veiði