Handbolti

Kiel steinlá í úrslitaleiknum - Atlético Madrid Heimsmeistari félagsliða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Spænska félagið Atlético Madrid varð Heimsmeistari félagsliða í dag eftir fimm marka sigur á Kiel, 28-23, í úrslitaleik í Katar í dag. Aron Pálmarsson gat ekki spilað með Kiel vegna meiðsla og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði bara eitt mark í úrslitaleiknum.

Kiel vann þennan tiil í fyrra og átti möguleika að vera handhafi allra aðaltitlanna í boði tækist liðinu að vinna í dag. Atlético Madrid átti hinsvegar frábæran endasprett í leiknum og tryggði sér sinn fyrsta Heimsmeistaratitil félagsliða.

Staðan var 13-13 í hálfleik og Kiel var 18-17 yfir þegar 19 mínútur voru eftir af leiknum. Atlético Madrid skoraði þá 9 mörk gegn einu á átta mínútna kafla og komst í 26-19. Eftir það var sigur spænska liðsins aldrei í hættu.

Aron Pálmarsson fékk þursabit fyrir undanúrslitaleikinn og missti af tveimur síðustu leikjum Kiel á mótinu. Guðjón Valur Sigurðsson spilaði í 24 mínútur og 27 sekúndur í úrslitaleiknum og ýtti eina skotið sitt sem kom í hraðaupphlaupi.

Filip Jicha var markahæstur hjá Kiel með sjö mörk en Marko Vujin skoraði fimm mörk og Marcus Ahlm var með 4 mörk. Mariusz Jurkiewicz skoraði fimm mörk fyrir Atlético Madrid og þeir Joan Canellas, Josep Masachs og Kiril Lazarov skoruðu allir fjögur mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×