Níu ára með maríulax í fjölskylduferð í Straumana 4. september 2012 11:00 Hlynur Örn Arnarson bítur hér bakuggann af maruílaxinum og afi hans, Jón Guðmundsson, fylgist ánægður með. Mynd / Örn Arnar Jónsson Níu ára gutti nældi í maríulaxinn sinn í Straumunum í síðustu viku. Ágætlega hefur veiðst þar í sumar. Friðrik Þór Guðmundsson sendi Veiðivísi frásögn af veiðitúr sem stóð í tvær vaktir. "Gleðin og stoltið leyndu sér ekki hjá Hlyni Erni Arnarsyni, níu ára, þegar hann landaði í síðustu viku maríulax sínum í Straumunum í Hvítá í Borgarfirði, fimm punda hrygnu sem tók á maðk ofan við Strenghorn. Enn jókst ánægjan við að bíta uggann af, það er þegar því var aflokið. Það bætti enn á ánægjuna að tveimur sumrum fyrr hafði bróðir Hlyns, Ágúst Orri, sem þá var á sama aldri, náð á sama stað maríulax sínum. Frá því var sagt í Fréttablaðinu á sínum tíma. Og enn má bæta við afrekið því fiskur Hlyns var eini lax ferðarinnar og stærsti fiskurinn - aðrir urðu að láta sér sjóbirting og flundrur að góðu. Drengnum var auðvitað gert að landa fiskinum sínum sjálfum, fékk enga hjálp aðra en hvatningu um að halda stönginni uppi. Hlynur Örn reyndist, eins og bróðir hans, svo gott sem fæddur í hlutverkið! Hann þreytti laxinn mátulega og gætti þess að hann ffæri ekki í steingarðinn við Strenghorn og landaði honum síðan fimlega í Bugtinni. Vel gert! Afi Hlyns, Jón Guðmundsson frá Höfn í Hornarfirði, var að sönnu stoltur af pilti. Jón er sjálfur mikil aflakló og hefur fjölskylda hans veitt í Straumunum um áratuga skeið - en í Borgarfirðinum liggja föðurættar-genin. Síðasta partinn í ágúst er aðallega von á sjóbirtingi og lax því kærkomin búbót - en þessi var lax nr. 270 í sumar (og meðaltalið því 3 laxar á dag). " Þannig er frásögn Friðriks Þórs Guðmundssonar. Veiðivísir þakkar honum fyrir pistilinn.gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Gott síðdegi á urriðaslóð Veiði Kynning á frambjóðendum SVFR Veiði Hvernig nærðu draumalaxinum? Veiði Umsóknarfjöldinn hjá SVFR á pari við síðustu ár Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Hvar er laxinn sem á að vera mættur í Leirvogsá Veiði Saga stangveiða: Niðursuða James Ritchie á Hvítárlaxi Veiði Stórlaxarnir láta á sér kræla fyrir norðan Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði
Níu ára gutti nældi í maríulaxinn sinn í Straumunum í síðustu viku. Ágætlega hefur veiðst þar í sumar. Friðrik Þór Guðmundsson sendi Veiðivísi frásögn af veiðitúr sem stóð í tvær vaktir. "Gleðin og stoltið leyndu sér ekki hjá Hlyni Erni Arnarsyni, níu ára, þegar hann landaði í síðustu viku maríulax sínum í Straumunum í Hvítá í Borgarfirði, fimm punda hrygnu sem tók á maðk ofan við Strenghorn. Enn jókst ánægjan við að bíta uggann af, það er þegar því var aflokið. Það bætti enn á ánægjuna að tveimur sumrum fyrr hafði bróðir Hlyns, Ágúst Orri, sem þá var á sama aldri, náð á sama stað maríulax sínum. Frá því var sagt í Fréttablaðinu á sínum tíma. Og enn má bæta við afrekið því fiskur Hlyns var eini lax ferðarinnar og stærsti fiskurinn - aðrir urðu að láta sér sjóbirting og flundrur að góðu. Drengnum var auðvitað gert að landa fiskinum sínum sjálfum, fékk enga hjálp aðra en hvatningu um að halda stönginni uppi. Hlynur Örn reyndist, eins og bróðir hans, svo gott sem fæddur í hlutverkið! Hann þreytti laxinn mátulega og gætti þess að hann ffæri ekki í steingarðinn við Strenghorn og landaði honum síðan fimlega í Bugtinni. Vel gert! Afi Hlyns, Jón Guðmundsson frá Höfn í Hornarfirði, var að sönnu stoltur af pilti. Jón er sjálfur mikil aflakló og hefur fjölskylda hans veitt í Straumunum um áratuga skeið - en í Borgarfirðinum liggja föðurættar-genin. Síðasta partinn í ágúst er aðallega von á sjóbirtingi og lax því kærkomin búbót - en þessi var lax nr. 270 í sumar (og meðaltalið því 3 laxar á dag). " Þannig er frásögn Friðriks Þórs Guðmundssonar. Veiðivísir þakkar honum fyrir pistilinn.gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Gott síðdegi á urriðaslóð Veiði Kynning á frambjóðendum SVFR Veiði Hvernig nærðu draumalaxinum? Veiði Umsóknarfjöldinn hjá SVFR á pari við síðustu ár Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Hvar er laxinn sem á að vera mættur í Leirvogsá Veiði Saga stangveiða: Niðursuða James Ritchie á Hvítárlaxi Veiði Stórlaxarnir láta á sér kræla fyrir norðan Veiði Það liggja dauðir urriðar á botni Þingvallavatns segir Kárastaðabóndinn Veiði