Handbolti

Wetzlar með fullt hús í þýska boltanum

Kári Kristján stendur hér í ströngu.
Kári Kristján stendur hér í ströngu.
Íslendingaliðið Wetzlar er á mikilli siglingu í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik en liðið vann í kvöld sinn þriðja leik í röð og er með fullt hús.

Að þessu sinni vann liðið nauman eins marks sigur, 26-25, á Grosswallstadt.

Kári Kristján Kristjánsson og Fannar Friðgeirsson skoruðu báðir eitt mark fyrir Wetzlar í leiknum. Sverre Andreas Jakobsson komst ekki á blað hjá Grosswallstadt en var einu sinni vikið af velli.

Vignir Svavarsson skoraði þrjú mörk fyrir Minden sem vann góðan heimasigur á Neuhausen, 28-23. Þetta var fyrsti sigur Minden í deildinni í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×