Handbolti

Sigur hjá Arnóri í fyrsta leik | Alexander skoraði fimm mörk

Arnór Atlason.
Arnór Atlason.
Arnór Atlason spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni. Arnór skoraði þá eitt mark í stórsigri liðsins, 39-24, á Balingen.

Lið Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin, vann flottan sigur á Göppingen, 29-26, og lið Guðmundar Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen, lagði TuS N-Lübbecke, 24-19.

Alexander Petersson skoraði 5 mörk fyrir Löwen í leiknum og var næstmarkahæstur.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði níu mörk fyrir Kiel sem lagði Hannover, 36-30.

Löwen, Berlin og Flensburg hafa öll unnið alla sína leiki það sem af er í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×