Innlent

Nýsjálendingar mæta til vinnu í sláturtíðinni

Hópur Nýsjálendinga er á leið til landsins til að vinna hér í sláturtíðinni, nánar til tekið í sláturhúsi Sláturfélags Suðurlands á Selfossi.

Þetta sama fólk hefur komið hingað ár eftir ár og staðið sig með prýði, að sögn kunnugra, bæði í vinnunni og frítímanum.

Ekki er þetta fólk að taka vinnu af innfæddum, því æ færri Íslendingar fást í sláturtíðina og eru sláturhús víða um land meira og minna mönnuð útlendingum.

Reiknað er að að um það bil 600 þúsund fjár verði slátrað í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×