Handbolti

Alexander skoraði fjögur mörk í öruggum sigri

Guðmundur var ánægður með sína menn í kvöld.
Guðmundur var ánægður með sína menn í kvöld.
Lið Guðmundar Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen, vann öruggan útisigur, 24-30, á Sverre Jakobsson og félögum hans í Grosswallstadt í kvöld.

Löwen er það með búið að vinna alla fjóra leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni. Grosswallstadt á enn eftir að vinna leik en er búið að gera eitt jafntefli.

Alexander Petersson skoraði 4 mörk fyrir Löwen í kvöld en hornamaðurinn Uwe Gensheimer fór hamförum í liði Löwen og skoraði 11 mörk.

Sverre komst ekki á blað í kvöld eins og svo oft áður. Honum var einu sinni vikið af velli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×