Handbolti

Kiel í beinni | Anton og Hlynur dæma

Það verða íslenskir dómarar á flautunni klukkan 17.30 á eftir þegar Íslendingaliðið Kiel mætir egypska liðinu Al Zamalek í undanúrslitum á HM félagsliða. Hægt er að sjá leikinn beint á netinu.

Okkar besta dómarapar, Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, munu dæma leikinn en þeir hafa verið á meðal dómara á mótinu í Katar.

Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson leika með Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfar.

Hægt er að nálgast beina útsendingu frá leiknum á netinu hér en leikurinn hefst klukkan 17.30 eins og áður segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×