Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Svavar Hávarðsson skrifar 25. ágúst 2012 13:15 Fáir laxar lenda í bók hjá mörgum sem sækja Stóru Laxá í Hreppum heim. En náttúrufegurðin verður til þess að það skiptir eiginlega engu máli. Mynd/Björgólfur Hávarðsson Skrínan, rafræn skráning lax- og silungsveiði á vegum Veiðimálastofnunar og Fiskistofu, hefur vakið ágæt viðbrögð hjá veiðiréttarhöfum í sumar. Það sem af er veiðitímanum hafa upplýsingar um tæplega 4.000 stangveidda laxa og um 800 silunga verið skráðar með þessum hætti, en þetta er annað sumarið sem boðið er upp á þessa veflausn. Þær veiðiár sem skráð hefur verið fyrir í sumar eru Leirá, Gljúfurá, Norðurá, Víðidalsá, Svalbarðsá, Norðfjarðará og Ytri-Rangá. Upplýsingar um veiði eru skráðar þar með sama sniði og þær koma fyrir í veiðibókum og eru einstakar skráningar jafnharðan sýnilegar á netinu. Notendum gefst þar kostur á að skoða upplýsingar um einstaka fiska; stærð, veiðistað og veiðarfæri, auk þess sem sjá má samtölur um veiði einstakra áa og veiðisvæða. Svo ítarleg skráning á veiði, þar sem hver einstakur fiskur er skráður ásamt upplýsingum um hann, er einsdæmi í heiminum. Á það jafnt við um hefðbundna skráningu í bækur á veiðistað og netskráninguna sömuleiðis. Veiðiskráning með þessum hætti opnar aðgengi að nýjustu veiðitölum á hverjum tíma, bætir yfirsýn yfir veiðina hverju sinni og eykur gæði veiðiskráningar, að mati umsjónarmanna. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Lítið að gerast í Stóru Laxá Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Úr ýmsum áttum: Dunká þokkaleg og fín bleikjuveiði í Fljótaá Veiði Ytri-Rangá: Veiði eykst með lokun laxastiga Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Lykilinn að góðum árangri í vatnaveiði Veiði Urriðinn í dalnum bara stækkar Veiði Loksins tekur Elliðavatn við sér Veiði
Skrínan, rafræn skráning lax- og silungsveiði á vegum Veiðimálastofnunar og Fiskistofu, hefur vakið ágæt viðbrögð hjá veiðiréttarhöfum í sumar. Það sem af er veiðitímanum hafa upplýsingar um tæplega 4.000 stangveidda laxa og um 800 silunga verið skráðar með þessum hætti, en þetta er annað sumarið sem boðið er upp á þessa veflausn. Þær veiðiár sem skráð hefur verið fyrir í sumar eru Leirá, Gljúfurá, Norðurá, Víðidalsá, Svalbarðsá, Norðfjarðará og Ytri-Rangá. Upplýsingar um veiði eru skráðar þar með sama sniði og þær koma fyrir í veiðibókum og eru einstakar skráningar jafnharðan sýnilegar á netinu. Notendum gefst þar kostur á að skoða upplýsingar um einstaka fiska; stærð, veiðistað og veiðarfæri, auk þess sem sjá má samtölur um veiði einstakra áa og veiðisvæða. Svo ítarleg skráning á veiði, þar sem hver einstakur fiskur er skráður ásamt upplýsingum um hann, er einsdæmi í heiminum. Á það jafnt við um hefðbundna skráningu í bækur á veiðistað og netskráninguna sömuleiðis. Veiðiskráning með þessum hætti opnar aðgengi að nýjustu veiðitölum á hverjum tíma, bætir yfirsýn yfir veiðina hverju sinni og eykur gæði veiðiskráningar, að mati umsjónarmanna. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði Lítið að gerast í Stóru Laxá Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Úr ýmsum áttum: Dunká þokkaleg og fín bleikjuveiði í Fljótaá Veiði Ytri-Rangá: Veiði eykst með lokun laxastiga Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Lykilinn að góðum árangri í vatnaveiði Veiði Urriðinn í dalnum bara stækkar Veiði Loksins tekur Elliðavatn við sér Veiði