Handbolti

Dagur framlengir við Berlin

Þýska handknattleiksfélagið Füchse Berlin tilkynnti í dag að það væri búið að framlengja samningi sínum við þjálfarann, Dag Sigurðsson, til ársins 2017.

Dagur hefur unnið kraftaverk hjá félaginu síðan hann tók við stjórnartaumunum árið 2009 og er með liðið í Meistaradeildinni annað árið í röð.

"Framþróun félagsins gæti ekki verið í betri höndum en hjá Degi. Hann er á hárréttri leið með öll mál félagsins. Það eru spennandi ár fram undan og bjart fram undan. Við erum aðeins hálfnaðir," sagði Bob Hanning, framkvæmdastjóri félagsins.

Gamli samningur Dags átti að renna út næsta sumar en félagið tók ekki neina áhættu með að missa Dag og gerði því nýjan og langan samning við þjálfarann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×