Handbolti

Brand: Kiel hefur ekkert gert fyrir þýskan handbolta

Heiner Brand.
Heiner Brand.
Heiner Brand, fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, er ekki ánægður með félag Alfreðs Gíslasonar, Kiel, og gagnrýnir það fyrir að nota ekki fleiri þýska leikmenn.

Kiel hafði ótrúlega yfirburði í deildinni í fyrra og vann alla sína leiki sem og bikarkeppnina og Meistaradeildina.

"Kiel hefur ekki framleitt neina þýska landsliðsmenn í tíu ár þó svo þetta sé sigursælasta félagið í Þýskalandi. Félagið gerir ekkert fyrir þýskan handbolta. Það er ekki gott," segir Brand hvass.

Hann bendir á að Þýskaland eigi haug af frambærilegum ungum leikmönnum og vill að fleiri þeirra fái tækifæri með bestu liðunum.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Brand hnýtir í Alfreð og félaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×