Handbolti

Sverre slapp við skammakrókinn í fyrsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sverre Jakobsson.
Sverre Jakobsson. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Sverre Jakobsson og félagar í Grosswallstadt gerðu 23-23 jafntefli við MT Melsungen í fyrsta leiknum í þýsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en leikurinn fór fram á heimavelli Grosswallstadt í Frankenstolz Arena.

Sverre Jakobsson var prúður í kvöld og fékk enga brottvísun í leiknum en íslenska varnartröllið fékk þó að líta gula spjaldið í upphafi leiks.

Grosswallstadt var með frumkvæðið frá byrjun, skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og var 12-10 yfir í hálfleik. Grosswallstadt-liðið var 14-12 yfir þegar tæpar sex mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en þá kom slæmur kafli og Melsungen skoraði fimm mörk gegn einu og komst í 17-15.

Grosswallstadt náði að jafna í 19-19 níu mínútum fyrir leikslok og tók síðan aftur frumkvæðið. Melsungen jafnaði í lokin og Grosswallstadt tókst ekki að nýta lokasókn sína í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×