Handbolti

Aron skoraði fimm mörk í öruggum sigri

Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson.
Þýskalandsmeistarar Kiel hófu titilvörn sína með stæl í dag er liðið vann níu marka útisigur, 25-34, gegn Gummersbach í dag. Staðan í hálfleik var 10-16.

Aron Pálmarsson fór mikinn í liði Kiel og skoraði 5 mörk. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 3 mörk í sínum fyrsta deildarleik fyrir Kiel.

Tékkinn Filip Jicha var markahæstur eins og svo oft áður með 8 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×