Handbolti

Arnór búinn að semja við Flensburg

Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason skrifaði í dag undir eins árs samning við eitt besta félag Þýskalands, Flensburg. Félagið staðfestir þetta á heimasíðu sinni.

Flensburg er í vandræðum þar sem skyttan Petar Djordjic meiddist illa og spilar líklega ekkert í vetur. Arnór er því fenginn til þess að leysa hann af hólmi.

"Arnór á ekki eftir að lenda í neinum vandræðum með að falla að okkar leik. Hann er búinn að spila það lengi í fremstu röð," sagði Ljubomir Vranjes, þjálfari Flensburg.

Arnór var á mála hjá AG í Danmörku en það félag fór á hausinn eins og kunnugt er.

Flensburg er eitt besta lið Þýskalands, félag með mikla hefð og varð í öðru sæti deildarinnar síðasta vetur. Arnór mun því spila Meistaradeildarbolta í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×