Handbolti

Öruggt hjá Berlin og Magdeburg

Vignir spilaði vel í dag með Minden.
Vignir spilaði vel í dag með Minden.
Íslendingaliðin Füchse Berlin og Magdeburg byrjuðu leiktíðina í þýsku úrvalsdeildinni vel í dag. Bæði lið unnu sannfærandi sigri.

Lærisveinar Dags Sigurðssonar unnu nokkuð öruggan sigur, 29-25, á Vigni Svavarssyni og félögum hans hjá Minden. Vignir skoraði fjögur mörk í leiknum.

Björgvin Páll Gústavsson og félagar hjá Magdeburg völtuðu yfir slakt lið Neuhausen, 35-24.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×