Viðskipti innlent

Friðrik Skúlason selur reksturinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Friðrik Skúlason tölvunarfræðingur.
Friðrik Skúlason tölvunarfræðingur.
Friðrik Skúlason hefur gert samning við fyrirtækið Commtouch® um sölu á Friðrik Skúlason ehf. Skrifað var undir samninginn í dag. Starfsemi Friðriks Skúlasonar verður áfram á Íslandi og með óbreyttu sniði.

Með þessu er Friðrik Skúlason að selja allan þann rekstur og réttindi sem tengjast veiruvarnarhugbúnaði sem fyrirtækið hefur þróað. „Sá rekstur verður eign þeirra en starfsemin verður áfram á Íslandi og óbreytt. það eina sem kannski breytist er skiltið á útidyrahurðinni," segir Friðrik.

„Við erum lítið fyrirtæki í samstarfi við erlenda stærri aðila. Það er gáfulegt að sameinast fyrirtæki sem hefur hluti sem okkur vantar og svo öfugt," segir Friðrik. Hann segir að umrætt fyrirtæki sé með marga góða kúnna á ruslpóstmarkaði, til að mynda Google. „Sameinaðir erum við sterkari. Við fáum aðgang að ákveðinni tækni sem þeir hafa þróað og þeir fá aðgang að ákveðnni tækni sem við höfum þróað," segir Friðrik.

Samningurinn sem skrifað var undir í dag er gerður með fyrirvörum, meðal annars samþykki Seðlabanka Íslands, en slíkt samþykki er nauðsynlegt vegna gjaldeyrishafta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×