Ungverjar tryggðu sér leik gegn Íslandi í fjórðungsúrslitum Eiríkur Stefán Ásgeirsson í London skrifar 6. ágúst 2012 10:05 Ungverjar fagna sigrinum á Serbíu. Nordic Photos / AFP Ungverjaland verður andstæðingur Íslands í 8-liða úrslitum handboltakeppninnar á Ólympíuleikunum í London. Ungverjar tryggðu sig áfram sem síðasta liðið úr B-riðli með góðum sigri á Serbum nú í morgunsárið. Lokatölur voru 26-23 fyrir Ungverja sem voru þó tveimur mörkum undir í hálfleik. Gríðarlega öflugur varnarleikur í þeim síðari, ásamt góðri frammistöðu Nandor Fazekas í markinu, sá til þess að Ungverjar sigu fram úr á réttu augnabliki og unnu leikinn. Tamas Mocsai átti einnig frábæran leik og skoraði níu mörk, þar af sjö í seinni hálfleik. Ísland leikur gegn Bretlandi klukkan 15.15 í dag en strákarnir okkar hafa þegar tryggt sér sigur í A-riðlinum. Fjórðungsúrslitin hefjast á miðvikudaginn. Ungverjar byrjuðu leikinn mjög vel og komust í 3-1 eftir fimm mínútna leik. Skytturnar Laszlo Nagy og Ferenc Ilyes fóru vel af stað og virtust hafa gefið tóninn fyrir leikinn. En skyndilega small varnarleikur Serba og þeir skelltu í lás. Serbía skoraði sex af næstu sjö mörkum leiksins og Ungverjar áttu í miklum vandræðum. Darko Stanic, markvörðurinn öflugi sem sló í gegn á EM í janúar, fylgdi með og sýndi nokkur mögnuð tilþrif. Nagy og Ilyes, sem skoruðu fyrstu mörk Ungverja í leiknum, voru nánast gagnslausir gegn serbnesku vörninni og kom Nagy ekkert við sögu í síðari hluta fyrri hálfleiksins. En Ungverjar eiga fleiri vopn í búrinu og Tomas Mocsai reyndist þeim drjúgur á lokakaflanum, þegar Ungverjar náðu loksins að koma sér aftur inn í leikinn. Munurinn í hálfleik var tvö mörk, 11-9, og Serbar náðu að halda þeirri forystu fyrstu mínútur seinni hálfleiksins. Ungverjar breyttu þó um áherslur í varnarleik sínum í seinni hálfleik. Nagy, sem er 2,09 m á hæð, var kominn í miðjuna ásamt Ilyes og átti það eftir að gefa góða raun eftir því sem leið á leikinn. Í sókninni hélt Mocsai áfram að fara á kostum og skoraði hvert markið á fætur öðru. Þegar stundarfjórðungur var eftir náðu svo Ungverjar endanlega að snúa leiknum sér í hag og kom það ekki á óvart. Varnarleikurinn var sterkur og Nandor Fazekas náði að koma sér í stuð í markinu með því að verja nokkur góð skot. Ungverjaland breytti stöðunni úr 15-17 í 21-18 og voru því búnir að koma sér í þægilega stöðu fyrir lokakafla leiksins. Serbar ætluðu þó ekki að gefast upp og náðu að halda spennu í leiknum allt til loka. Þeir gerðu harða atlögu að forystu Ungverjanna en Mocsai og félagar sáu til þess að þeir náðu aldrei að brúa bilið. Mocsai átti frábæra innkomu í dag og var sannarlega maður leiksins, en þess má geta að hann er sonur Lajos Mocssai, landsliðsþjálfara Ungverja. Leikstjórnandinn Gabor Cszazar átti einnig mjög góðan leik en hann skoraði sjö mörk auk þess að stýra sóknarleik Ungverja af miklum myndarskap. Það var þó fyrst og fremst sterkur varnarleikur Ungverjalands í seinni hálfleik sem skildi fyrst og fremst á milli liðanna en þeir ungversku virtust einfaldlega hafa fundið réttu blönduna í seinni hálfleik. Serbar áttu ekki svar á reiðum höndum og silfurliðið frá því í EM í janúar hefur því lokið keppni á Ólympíuleikunum í London. Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Fleiri fréttir Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM Sjá meira
Ungverjaland verður andstæðingur Íslands í 8-liða úrslitum handboltakeppninnar á Ólympíuleikunum í London. Ungverjar tryggðu sig áfram sem síðasta liðið úr B-riðli með góðum sigri á Serbum nú í morgunsárið. Lokatölur voru 26-23 fyrir Ungverja sem voru þó tveimur mörkum undir í hálfleik. Gríðarlega öflugur varnarleikur í þeim síðari, ásamt góðri frammistöðu Nandor Fazekas í markinu, sá til þess að Ungverjar sigu fram úr á réttu augnabliki og unnu leikinn. Tamas Mocsai átti einnig frábæran leik og skoraði níu mörk, þar af sjö í seinni hálfleik. Ísland leikur gegn Bretlandi klukkan 15.15 í dag en strákarnir okkar hafa þegar tryggt sér sigur í A-riðlinum. Fjórðungsúrslitin hefjast á miðvikudaginn. Ungverjar byrjuðu leikinn mjög vel og komust í 3-1 eftir fimm mínútna leik. Skytturnar Laszlo Nagy og Ferenc Ilyes fóru vel af stað og virtust hafa gefið tóninn fyrir leikinn. En skyndilega small varnarleikur Serba og þeir skelltu í lás. Serbía skoraði sex af næstu sjö mörkum leiksins og Ungverjar áttu í miklum vandræðum. Darko Stanic, markvörðurinn öflugi sem sló í gegn á EM í janúar, fylgdi með og sýndi nokkur mögnuð tilþrif. Nagy og Ilyes, sem skoruðu fyrstu mörk Ungverja í leiknum, voru nánast gagnslausir gegn serbnesku vörninni og kom Nagy ekkert við sögu í síðari hluta fyrri hálfleiksins. En Ungverjar eiga fleiri vopn í búrinu og Tomas Mocsai reyndist þeim drjúgur á lokakaflanum, þegar Ungverjar náðu loksins að koma sér aftur inn í leikinn. Munurinn í hálfleik var tvö mörk, 11-9, og Serbar náðu að halda þeirri forystu fyrstu mínútur seinni hálfleiksins. Ungverjar breyttu þó um áherslur í varnarleik sínum í seinni hálfleik. Nagy, sem er 2,09 m á hæð, var kominn í miðjuna ásamt Ilyes og átti það eftir að gefa góða raun eftir því sem leið á leikinn. Í sókninni hélt Mocsai áfram að fara á kostum og skoraði hvert markið á fætur öðru. Þegar stundarfjórðungur var eftir náðu svo Ungverjar endanlega að snúa leiknum sér í hag og kom það ekki á óvart. Varnarleikurinn var sterkur og Nandor Fazekas náði að koma sér í stuð í markinu með því að verja nokkur góð skot. Ungverjaland breytti stöðunni úr 15-17 í 21-18 og voru því búnir að koma sér í þægilega stöðu fyrir lokakafla leiksins. Serbar ætluðu þó ekki að gefast upp og náðu að halda spennu í leiknum allt til loka. Þeir gerðu harða atlögu að forystu Ungverjanna en Mocsai og félagar sáu til þess að þeir náðu aldrei að brúa bilið. Mocsai átti frábæra innkomu í dag og var sannarlega maður leiksins, en þess má geta að hann er sonur Lajos Mocssai, landsliðsþjálfara Ungverja. Leikstjórnandinn Gabor Cszazar átti einnig mjög góðan leik en hann skoraði sjö mörk auk þess að stýra sóknarleik Ungverja af miklum myndarskap. Það var þó fyrst og fremst sterkur varnarleikur Ungverjalands í seinni hálfleik sem skildi fyrst og fremst á milli liðanna en þeir ungversku virtust einfaldlega hafa fundið réttu blönduna í seinni hálfleik. Serbar áttu ekki svar á reiðum höndum og silfurliðið frá því í EM í janúar hefur því lokið keppni á Ólympíuleikunum í London.
Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Fleiri fréttir Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM Sjá meira