Standard Chartered í stórfelldu svindli með Íransstjórn Magnús Halldórsson skrifar 6. ágúst 2012 17:46 Breski bankinn Standard Charted Bank (SCB), sem þekktur er fyrir að auglýsa starfsemi sína framan á búningum enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, er grunaður um stórfellda ólöglega bankastarfsemi í viðskiptum við stjórnvöld í Íran. Frá þessu er greint á vefsíðu Financial Times (FT) í dag og eru meðal annars birt skjöl frá Fjármálaeftirlitinu í New York, þar sem lögbrotin eru útlistuð og reifuð. Í skjölunum, sem FT vitnar til, segir meðal annars orðrétt: "Í næstum tíu ár, svindlaði SCB með írönskum stjórnvöldum og faldi fyrir eftirlitsaðilum um 60 þúsund færslur upp á 250 milljarða dala." Upphæðin jafngildir um 31.250 milljörðum króna, eða um tuttugufaldri árlegri landsframleiðslu Íslands. Í gögnum sem FT birtir segir enn fremur að æðstu stjórnendur bankans hafi vitað af starfseminni, sem fór fram í gegnum starfsemi bankans í New York, og rætt um það sín á milli að það þyrfti að endurskoða hana. Þá segir einnig að hætta sé á því að starfsemin varði við lög, og sakamálarannsókn á hendur stjórnendum geti komið til. Líklegt er talið að SCB muni missa starfsleyfið í New York, en brot bankans eru talin svo alvarleg og umsvifamikil að þau hafi ógnað stöðugleika í heiminum og verið ógn við heimsfrið. Alþjóðlegt viðskiptabann er í gildi gagnvart Íran og hafa Sameinuðu þjóðirnar sífellt þrengt að Írönum, með efnahagsþvingunum, á undanförnum árum. Frétt FT um stórfelld lögbrot SCB bankans, sem birt var í dag, má sjá hér. Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Breski bankinn Standard Charted Bank (SCB), sem þekktur er fyrir að auglýsa starfsemi sína framan á búningum enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, er grunaður um stórfellda ólöglega bankastarfsemi í viðskiptum við stjórnvöld í Íran. Frá þessu er greint á vefsíðu Financial Times (FT) í dag og eru meðal annars birt skjöl frá Fjármálaeftirlitinu í New York, þar sem lögbrotin eru útlistuð og reifuð. Í skjölunum, sem FT vitnar til, segir meðal annars orðrétt: "Í næstum tíu ár, svindlaði SCB með írönskum stjórnvöldum og faldi fyrir eftirlitsaðilum um 60 þúsund færslur upp á 250 milljarða dala." Upphæðin jafngildir um 31.250 milljörðum króna, eða um tuttugufaldri árlegri landsframleiðslu Íslands. Í gögnum sem FT birtir segir enn fremur að æðstu stjórnendur bankans hafi vitað af starfseminni, sem fór fram í gegnum starfsemi bankans í New York, og rætt um það sín á milli að það þyrfti að endurskoða hana. Þá segir einnig að hætta sé á því að starfsemin varði við lög, og sakamálarannsókn á hendur stjórnendum geti komið til. Líklegt er talið að SCB muni missa starfsleyfið í New York, en brot bankans eru talin svo alvarleg og umsvifamikil að þau hafi ógnað stöðugleika í heiminum og verið ógn við heimsfrið. Alþjóðlegt viðskiptabann er í gildi gagnvart Íran og hafa Sameinuðu þjóðirnar sífellt þrengt að Írönum, með efnahagsþvingunum, á undanförnum árum. Frétt FT um stórfelld lögbrot SCB bankans, sem birt var í dag, má sjá hér.
Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Samstarf Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira