Ríflega 50 punda lax veiddist í Syltefjarðará Trausti Hafliðason skrifar 6. ágúst 2012 18:05 Alexander Khrustov með stórlaxinn sem hann veiddi í Syltefjarðará. Tæplega 53 punda lax veiddist í Syltefjarðará í Finnmörku í norður Noregi. Alexander Khrustov, rússneskur veiðimaður sem býr í Kirkenes skammt frá landamærum Rússlands, veiddi fiskinn fyrir um mánuði síðan. Frá þessu er greint á vefnum finnmarken.no. Ekki fylgir sögunni hvaða agn fiskurinn tók en stór var hann. Reyndar er þetta landssvæði, ár við Barentshaf, þekkt fyrir stórlaxa og alls ekki svo óalgengt að þar veiðist laxar sem mælast um og yfir 50 pund. Khrustov hefur stundað veiðar á þessum slóðum í fimm ár og er þetta ekki fyrsti stórlaxinn sem hann veiðir. Áður hafði hann veitt 37 og 46 punda lax. Ólíkt því sem þekkist í Noregi og á Íslandi þá salta Rússar frekar laxinn en að reykja hann. Stangveiði Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Maðkurinn kominn niður í Ytri Rangá Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði Viltu veiða 3 metra Styrju? Veiði Veiði, von og væntingar Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Soginu Veiði Lokatalan úr Laxá á Ásum 1006 laxar Veiði Voru báðir að þreyta sama urriðann Veiði
Tæplega 53 punda lax veiddist í Syltefjarðará í Finnmörku í norður Noregi. Alexander Khrustov, rússneskur veiðimaður sem býr í Kirkenes skammt frá landamærum Rússlands, veiddi fiskinn fyrir um mánuði síðan. Frá þessu er greint á vefnum finnmarken.no. Ekki fylgir sögunni hvaða agn fiskurinn tók en stór var hann. Reyndar er þetta landssvæði, ár við Barentshaf, þekkt fyrir stórlaxa og alls ekki svo óalgengt að þar veiðist laxar sem mælast um og yfir 50 pund. Khrustov hefur stundað veiðar á þessum slóðum í fimm ár og er þetta ekki fyrsti stórlaxinn sem hann veiðir. Áður hafði hann veitt 37 og 46 punda lax. Ólíkt því sem þekkist í Noregi og á Íslandi þá salta Rússar frekar laxinn en að reykja hann.
Stangveiði Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Maðkurinn kominn niður í Ytri Rangá Veiði 100 laxa holl í Norðurá Veiði Viltu veiða 3 metra Styrju? Veiði Veiði, von og væntingar Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Gljúfurá í Borgarfirði komin yfir 200 laxa Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Soginu Veiði Lokatalan úr Laxá á Ásum 1006 laxar Veiði Voru báðir að þreyta sama urriðann Veiði