19 laxa dagur í Jöklu 7. ágúst 2012 01:33 Hólaflúð í Jökuldal gefur góða mynd af því fallega veiðisvæði sem hefur opnast eftir að laxastigi var opnaður í byrjun ágúst. Á blábrotinu tók lax skömmu eftir að myndin var tekin og var hann grálúsugur. Mynd/strengir.is Þann 4. ágúst veiddust 19 laxar í Jöklu, og fékkst veiðin víða um ána. Athygli vekur að 9 laxar veiddust ofan Steinboga. Einnig veiddist í hliðaránum Kaldá og Laxá. Þetta kemur fram í á vefnum strengir.is. Veiðin í Jöklu hallar í 200 laxa en sólarglennan undanfarið veldur því að Hálslón fer á yfirfall fljótlega og litast þá Jökla og verður óveiðandi, þó hliðarárnar ásamt Fögruhliðará gefi áfram. Myndin sem fylgir fréttinni er af nýjum veiðistað ofan Steinboga, en með opnun laxastigans í byrjun águstmánaðar opnaðist fyrir nýtt veiðisvæði sem gefur mikla möguleika í framtíðinni. Veiðistaðurinn hlaut nafnið Hólaflúð og þar veiddust 9 laxar þann 4. ágúst. Þar lá mikið af laxi og skömmu eftir að myndin var tekin veiddist 62 sentímetra lax. Fréttin er kannski sú að hann var grálúsugur, þrátt fyrir að Hólaflúð sé um 45 kílómetra frá sjó! svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Lokatölur komnar úr flestum laxveiðiánum Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði 6 laxar á land fyrsta daginn úr Þverá Veiði
Þann 4. ágúst veiddust 19 laxar í Jöklu, og fékkst veiðin víða um ána. Athygli vekur að 9 laxar veiddust ofan Steinboga. Einnig veiddist í hliðaránum Kaldá og Laxá. Þetta kemur fram í á vefnum strengir.is. Veiðin í Jöklu hallar í 200 laxa en sólarglennan undanfarið veldur því að Hálslón fer á yfirfall fljótlega og litast þá Jökla og verður óveiðandi, þó hliðarárnar ásamt Fögruhliðará gefi áfram. Myndin sem fylgir fréttinni er af nýjum veiðistað ofan Steinboga, en með opnun laxastigans í byrjun águstmánaðar opnaðist fyrir nýtt veiðisvæði sem gefur mikla möguleika í framtíðinni. Veiðistaðurinn hlaut nafnið Hólaflúð og þar veiddust 9 laxar þann 4. ágúst. Þar lá mikið af laxi og skömmu eftir að myndin var tekin veiddist 62 sentímetra lax. Fréttin er kannski sú að hann var grálúsugur, þrátt fyrir að Hólaflúð sé um 45 kílómetra frá sjó! svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Lokatölur komnar úr flestum laxveiðiánum Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði 6 laxar á land fyrsta daginn úr Þverá Veiði