Innlent

Allt að 200 dýr í torfunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Grindhvalavaðan er mjög stór.
Grindhvalavaðan er mjög stór. mynd/ Valentínus ólason.
Talið er að allt að 200 grindhvalir séu svamlandi í sjónum við Leyni á Akranesi. Skagamenn urðu þeirra varir þegar þeir vöknuðu í morgun. Valentínus Ólason náði meðfylgjandi myndum af hvölunum um tíuleytið. Eins og fram kom í fréttum um helgina sást líka grindhvalavaða í Innri-Njarðvík um helgina.

Gísli Víkingsson hvalasérfræðngur sagði í samtali við Vísi um helgina að það væri sjáldgæft að hvalavöður sæust svo skammt frá landi. Það gerist á að giska á tíu ára frestir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×