Hefur engar áhyggjur af húsbílavatni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. júlí 2012 11:48 Húsbílar við Skógarfoss. Mynd / Stefán Stangveiðimenn telja ástæðu til að óttast að sníkjudýrið Gyrodactylus salaris sem leggst á laxfiska í Noregi og Svíþjóð berist fyrr en síðar með erlendum húsbílum í íslenskt vatnakerfi. "Á sama tíma og veiðimenn eru látnir sótthreinsa fluguboxin sín streyma til landsins húsbílar erlendis frá með vatn í tönkum til neyslu og notkunar á salernum. Sníkjudýr á borð við Gyrodactylus getur lifað allt að viku tíma við réttar aðstæður án hýsils og því er auðvelt að sjá fyrir sér að húsbílar sem hingað til lands koma geti losað sýkt vatn í veiðiárnar, um leið og vatn bílsins er endurnýjað," segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Gísli Jónsson, sérfræðingur hjá Matvælastofnun, segir þessa smitleið gríðarlega ólíklega. "Ég skoðaði þetta fyrir örfáum árum og menn þekktu engin dæmi þess að húsbílar væru að taka yfirborðsvatn einhvers staðar. Það er þakkarvert að menn skuli vera á tánum en þessar vangaveltur eru það langsóttar að ég hef engar áhyggjur. Ég hef miklu meiri áhyggjur af kjölfestuvatni með skipum sem koma hingað," segir Gísli. Stangveiði Mest lesið 98 sm lax úr Blöndu Veiði Frábær tími fyrir dorgveiði Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði Risaganga í Hrútafjarðará - vatn í sögulegu lágmarki Veiði Leirvogsá á lausu Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ný veiðibók komin út: Ágóðinn rennur til NASF Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði
Stangveiðimenn telja ástæðu til að óttast að sníkjudýrið Gyrodactylus salaris sem leggst á laxfiska í Noregi og Svíþjóð berist fyrr en síðar með erlendum húsbílum í íslenskt vatnakerfi. "Á sama tíma og veiðimenn eru látnir sótthreinsa fluguboxin sín streyma til landsins húsbílar erlendis frá með vatn í tönkum til neyslu og notkunar á salernum. Sníkjudýr á borð við Gyrodactylus getur lifað allt að viku tíma við réttar aðstæður án hýsils og því er auðvelt að sjá fyrir sér að húsbílar sem hingað til lands koma geti losað sýkt vatn í veiðiárnar, um leið og vatn bílsins er endurnýjað," segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Gísli Jónsson, sérfræðingur hjá Matvælastofnun, segir þessa smitleið gríðarlega ólíklega. "Ég skoðaði þetta fyrir örfáum árum og menn þekktu engin dæmi þess að húsbílar væru að taka yfirborðsvatn einhvers staðar. Það er þakkarvert að menn skuli vera á tánum en þessar vangaveltur eru það langsóttar að ég hef engar áhyggjur. Ég hef miklu meiri áhyggjur af kjölfestuvatni með skipum sem koma hingað," segir Gísli.
Stangveiði Mest lesið 98 sm lax úr Blöndu Veiði Frábær tími fyrir dorgveiði Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði Risaganga í Hrútafjarðará - vatn í sögulegu lágmarki Veiði Leirvogsá á lausu Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Ný veiðibók komin út: Ágóðinn rennur til NASF Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði