Handbolti

Guðmundur búinn að velja hópinn | Guðjón og Ingimundur með

Guðjón Valur getur spilað á ÓL.
Guðjón Valur getur spilað á ÓL.
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik hefur valið 15 manna hóp sinn fyrir Ólympíuleikana í London.

Guðmundur ákvað að skilja þá Aron Rafn Eðvarðsson, Bjarka Má Elísson, Ólaf Gústafsson og Þóri Ólafsson eftir heima af þeim 19 mönnum sem voru í æfingahópnum.

Ólafur Bjarki Ragnarsson er fimmtándi leikmaðurinn í hópnum og er því ekki formlegur keppandi á leikunum. Ekki til að byrja með hið minnsta.

Óvissa var bæði með þá Guðjón Val Sigurðsson og Ingimund Ingimundarson en báðir eru þeir í hópnum.

Markmenn:

Björgvin Páll Gústavsson, Magdeburg

Hreiðar Levý Guðmundsson, Nötteröy

Aðrir leikmenn:

Alexander Petersson, Fuchse Berlin

Arnór Atlason, AG Köbenhavn

Aron Pálmarsson, Kiel

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover-Burgdorf

Guðjón Valur Sigurðsson, AG Köbenhavn

Ingimundur Ingimundarson, Fram

Kári Kristján Kristjánsson,HSG Wetzlar

*Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK

Ólafur I. Stefánsson, AG Köbenhavn

Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen

Snorri Steinn Guðjónsson, AG Köbenhavn

Sverre Andreas Jakobsson,Grosswallstadt

Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf




Fleiri fréttir

Sjá meira


×