Ágætis gangur í Straumunum 13. júlí 2012 08:15 Glatt á hjalla hjá ungum veiðimönnum í Straumunum. Mynd / Garðar Straumarnir, ármót Norðurár og Hvítár í Borgarfirði, hafa gefið yfir 140 laxa í sumar að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem kveður mikinn lax á svæðinu. "Vatn fer nú mjög þverrandi í Borgarfjarðaránum og því eykst hlutur vatnamótanna í laxafjölda. Sömu sögur berast úr Brennu sem er ármót Þverár og Hvítár, en þar hefur einnig verið afbragðsveiði," segir á svfr.is. Fram kemur í frétt Stangaveiðifélagsins að farið sé að bera á vænum sjóbirtingi í aflanum ío Straumum enda fari göngutími hans nú í hönd. Búast megi við að sá fiskur leiti síðan upp í Flóðatanga í neðri hluta Norðurár. Það er Stangaveiðifélagið sem selur veiðileyfi í Straumana. Þar er veitt á tvær stangir. Stangveiði Mest lesið Hvernig nærðu draumalaxinum? Veiði Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Saga stangveiða: Niðursuða James Ritchie á Hvítárlaxi Veiði Ytri Rangá á toppnum Veiði Gott síðdegi á urriðaslóð Veiði Stórlaxarnir láta á sér kræla fyrir norðan Veiði Kynning á frambjóðendum SVFR Veiði Laxá í Kjós opnaði í morgun Veiði Nýr framkvæmdastjóri tekinn við hjá SVFR Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði
Straumarnir, ármót Norðurár og Hvítár í Borgarfirði, hafa gefið yfir 140 laxa í sumar að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem kveður mikinn lax á svæðinu. "Vatn fer nú mjög þverrandi í Borgarfjarðaránum og því eykst hlutur vatnamótanna í laxafjölda. Sömu sögur berast úr Brennu sem er ármót Þverár og Hvítár, en þar hefur einnig verið afbragðsveiði," segir á svfr.is. Fram kemur í frétt Stangaveiðifélagsins að farið sé að bera á vænum sjóbirtingi í aflanum ío Straumum enda fari göngutími hans nú í hönd. Búast megi við að sá fiskur leiti síðan upp í Flóðatanga í neðri hluta Norðurár. Það er Stangaveiðifélagið sem selur veiðileyfi í Straumana. Þar er veitt á tvær stangir.
Stangveiði Mest lesið Hvernig nærðu draumalaxinum? Veiði Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Saga stangveiða: Niðursuða James Ritchie á Hvítárlaxi Veiði Ytri Rangá á toppnum Veiði Gott síðdegi á urriðaslóð Veiði Stórlaxarnir láta á sér kræla fyrir norðan Veiði Kynning á frambjóðendum SVFR Veiði Laxá í Kjós opnaði í morgun Veiði Nýr framkvæmdastjóri tekinn við hjá SVFR Veiði Hreggnasi framlengir samning um Svalbarðsá Veiði