Frábær meðalveiði í Ellliðaánum í sumar 15. júlí 2012 08:30 Elliðaárnar hafa verið gjöfular það sem af er. Mynd / Trausti Óhætt er að segja að veiðin í Elliðaánum standi undir ítrustu væntingum í sumar. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur sagði frá því á miðvikudag að árnar bæru höfuð og herðar yfir aðrar laxveiðiár hvað snertir veiði á hvern stangardag. „Í gærkveldi höfðu veiðst 359 laxar í ánum sem er frábær niðurstaða eftir 21. veiðidaginn," sagði á svfr.is. Þetta þýddi að 3,5 laxar koma á land að meðaltali á hverjum degi á hverja stöng sem veitt er á. Daginn sem fréttin birtist bættust við tuttugu veiddir laxar á stangirnar sex samkvæmt tölum Landssambands veiðifélaga. Rímar það mjög vel við aflatölurnar fram að því. Til samanburðar má taka aflahæstu ánna til þessa samkvæmt nýjustu tölum Landssambandsins frá því á fimmtudaginn. Í Norðurá höfðu þá veiðst 527 laxar á fjórtán stangir. Það eru um 1,7 laxar á hvern stangardag. Stangveiði Mest lesið Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Nýtt eintak af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Pollrólegir en pirraðir þegar hákarl stal fisknum Veiði Veiðimenn mjög ósáttir við fyrirkomulag um rjúpnaveiðar Veiði Hausthængarnir í Stóru Laxá Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði Tilboð á stökum degi í Langá Veiði
Óhætt er að segja að veiðin í Elliðaánum standi undir ítrustu væntingum í sumar. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur sagði frá því á miðvikudag að árnar bæru höfuð og herðar yfir aðrar laxveiðiár hvað snertir veiði á hvern stangardag. „Í gærkveldi höfðu veiðst 359 laxar í ánum sem er frábær niðurstaða eftir 21. veiðidaginn," sagði á svfr.is. Þetta þýddi að 3,5 laxar koma á land að meðaltali á hverjum degi á hverja stöng sem veitt er á. Daginn sem fréttin birtist bættust við tuttugu veiddir laxar á stangirnar sex samkvæmt tölum Landssambands veiðifélaga. Rímar það mjög vel við aflatölurnar fram að því. Til samanburðar má taka aflahæstu ánna til þessa samkvæmt nýjustu tölum Landssambandsins frá því á fimmtudaginn. Í Norðurá höfðu þá veiðst 527 laxar á fjórtán stangir. Það eru um 1,7 laxar á hvern stangardag.
Stangveiði Mest lesið Veiðir einhver með Devon í dag? Veiði Búið að sleppa 2.850 silungum í Reynisvatn Veiði Nýtt eintak af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Pollrólegir en pirraðir þegar hákarl stal fisknum Veiði Veiðimenn mjög ósáttir við fyrirkomulag um rjúpnaveiðar Veiði Hausthængarnir í Stóru Laxá Veiði Lifnar yfir Soginu Veiði Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Veiði Tilboð á stökum degi í Langá Veiði