Handbolti

Strákarnir okkar í auglýsingu frá Arion banka

Strákarnir í íslenska landsliðinu í handknattleik lék á dögunum í auglýsingu sem Arion banki, styrktaraðili Handknattleikssambands Íslands, lét gera á dögunum.

Í auglýsingunni sjást strákarnir okkar sýna glæsileg sóknartilþrif í flóðlýstri íþróttahöll. Auglýsingin er unnin af True North og Íslensku auglýsingastofunni.

Íslenska landsliðið verður meðal þátttakenda á Ólympíuleikunum í London sem hefst þann 27. júlí næstkomandi. Liðið spilar tvo æfingaleiki gegn Argentínu í Kaplakrika um helgina í undirbúningi sínum fyrir þá leiki.

Auglýsinguna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×