Frábært í Elliðánum en veiðiþjófar stálust í Fossinn 9. júlí 2012 18:30 Veiðiþjófar gerðu sig heimakomna í Sjávarfossinum í Elliðaánum um síðustu helgi. Þeir eru ekki á þessari mynd. Mynd / Vilhelm Veiðin í Elliðaánum hefur verið afbragðsgóð þar sem af er sumri. Á hádegi í fyrradag fór veiðin yfir 300 laxa að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Fram kemur á svfr.is að mikill lax sé í Elliðaánum. Hátt í 500 laxar hafi gengið teljarann upp á efri svæðin "Það er gott vatn í ánum eftir rigningu gærdagsins, og lax er stöðugt að ganga í kjölfar stórstreymis," segir á svfr.is. Selur hafi verið í ósnum á föstudaginn en hann hafi ekki sést síðan: "Aftur á móti sást til veiðidóna í fyrrinótt. Þá kom vegfarandi að mönnum við veiðar í Fossinum. Unnendur ánna eru hvattir til að kalla til lögreglu ef sést til "veiðimanna" utan hefðbundins veiðitíma í ánum." Stangveiði Mest lesið Aukning í netaveiði 2010 Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Leyndarmálum sjóbirtingsins ljóstrað upp Veiði Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði Lax- og silungsveiðin 2011: Lokatölur! Veiði
Veiðin í Elliðaánum hefur verið afbragðsgóð þar sem af er sumri. Á hádegi í fyrradag fór veiðin yfir 300 laxa að því er segir á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Fram kemur á svfr.is að mikill lax sé í Elliðaánum. Hátt í 500 laxar hafi gengið teljarann upp á efri svæðin "Það er gott vatn í ánum eftir rigningu gærdagsins, og lax er stöðugt að ganga í kjölfar stórstreymis," segir á svfr.is. Selur hafi verið í ósnum á föstudaginn en hann hafi ekki sést síðan: "Aftur á móti sást til veiðidóna í fyrrinótt. Þá kom vegfarandi að mönnum við veiðar í Fossinum. Unnendur ánna eru hvattir til að kalla til lögreglu ef sést til "veiðimanna" utan hefðbundins veiðitíma í ánum."
Stangveiði Mest lesið Aukning í netaveiði 2010 Veiði 97 laxar komnir úr Elliðaánum í morgun Veiði RISE fluguveiði kvikmyndahátið hefst í dag Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Leyndarmálum sjóbirtingsins ljóstrað upp Veiði Tveir hafa lýst áhuga á Norðurá Veiði Lax- og silungsveiðin 2011: Lokatölur! Veiði