Handbolti

Ísland vann stærsta sigurinn í undankeppni HM um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Stefánsson í baráttunni í gær.
Ólafur Stefánsson í baráttunni í gær. Mynd/Daníel
Fjórtán marka sigur Íslands á Hollandi í Laugardalshöllinni í gær var sá stærsti í undankeppni HM 2013 nú um helgina. Þýskaland kom næst með tólf marka sigri á Bosníu, 36-24.

Þrátt fyrir allt var Ísland í basli með Hollendinga framan af en þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka skoraði Holland þrjú mörk í röð og minnkaði muninn í 21-20.

En þá skellti íslenska vörnin í lás og markvarslan kom með. Ísland gekk á lagið og skoraði 20 mörk gegn aðeins sjö frá hollenska liðinu á mögnuðum 20 mínútna lokakafla.

Sigur Þjóðverja var allt öðruvísi. Þeir þýsku gerðu út um leikinn með því að skora níu mörk í röð snemma leiks og breyta stöðunni úr 5-3 í 14-3. Eftir það var einbeiting þýsku leikmannanna lítil en þeir gerðu nóg til að sigla öruggum sigri í höfn.

Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, á möguleika þrátt fyrir fimm marka tap fyrir Makedóníu á útivelli. Austurríki á síðari leikinn á heimavelli og sex marka sigur er ekki óyfirstíganleg hindrun fyrir Patrek og lærisveina hans.

Slóvenía, Hvíta-Rússland, Pólland og Ungverjaland eru í fínni stöðu en mikil spenna er í viðureignum Rússlands og Tékklands annars vegar og Svíþjóðar og Makedóníu hins vegar.

Úrslit helgarinnar:

Rússland - Tékkland 23-22 (11-12)

Slóvenía - Portúgal 31-26 (11-10)

Þýskaland - Bosnía 36-24 (18-7)

Slóvakía - Hvíta-Rússland 24-26 (10-12)

Makedónía - Austurríki 26-21 (16-10)

Litháen - Pólland 17-24 (9-12)

Ungverjaland - Noregur 27-21 (12-10)

Svíþjóð - Svartfjallaland 22-21 (12-10)

Ísland - Holland 41-27 (17-14)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×