Handbolti

Rúnar er með slitið krossband

Rúnar Kárason.
Rúnar Kárason. vísir/vilhelm
Landsliðsmaðurinn Rúnar Kárason fékk það staðfest í kvöld að hann er með slitið fremra krossband. Rúnar meiddist á landsliðsæfingu í gær og var þá strax óttast að hann hefði slitið krossband.

Rúnar mun verða frá í að minnsta kosti sex mánuði vegna meiðslanna. Hann verður því ekki klár í slaginn með sínu nýju félagi, Grosswallstadt, líklega fyrr en eftir áramót.

Þetta er mikið áfall fyrir Rúnar sem var að ná sér vel á strik með Bergischer í þýsku úrvalsdeildinni síðasta vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×