Handbolti

Leipzig á eftir Ólafi Gústafssyni

Ólafur Gústafsson.
Ólafur Gústafsson.
Þýska B-deildarfélagið SC DHFK Leipzig er á höttunum eftir skyttunni Ólafi Gústafssyni sem leikur með FH samkvæmt heimildum íþróttadeildar.

Leipzig hafnaði í fimmta sæti B-deildarinnar síðasta vetur og ætlar að gera harða atlögu að úrvalsdeildarsæti næsta vetur.

Ólafur hefur hug á að komast út í sumar og hann hefur einnig fengið fyrirspurnir frá dönskum félögum.

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar hefur Ólafur þó meiri áhuga á því að leika í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×