Þessi kort, sem eru byggð á gervitunglamyndum, geta hjálpað veiðimönnum mikið þegar þeir eru að skipuleggja veiðiferðir og vilja glöggva sig á aðstæðum. Hægt er að skoða ár og vötn með mikilli nákvæmni sem og ökuleiðir, því á kortunum má oft sjá vegslóða meðfram t.d. ám.
Á vefsíðunum er meðal annars hægt að leita eftir heimilisfangi, örnefni eða heiti sveitarfélags. Mæla vegalengdir, fá hnit og margt fleira. Á báðum síðunum eru mjög góðar leiðbeiningar fyrir notendur.
- Hér er tengill á skipulagssjá Skipulagsstofnunar.
- Hér er tengill á kortasjá Landmælinga Íslands.