Innlent

Kraftaverk að sleppa lifandi eftir 40 metra fall

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar
Það er kraftaverk að við séum á lífi, segja hjónin sem lifðu af allt að fjörutíu metra fall með skriðu stórgrýtis við Dyrhóley fyrir helgi. „Ég hélt að mín hinsta stund væri upprunnin," segir Jeorden Graaf, vélarverkfræðingur. „Fyrst móður náttúru tókst ekki að slíta okkur í sundur í þessum hamförum, er okkur ekki skapað að skilja," segir Irmgard Fraune, leikskólakennari.

„Ég skrámaðist af steinunum hérna. Allt í einu fengum við þá tilfinningu að vörubíll væri að fara fram hjá rétt hjá okkur, því jörðin byrjaði að hristast og hljóðið minnti á vörubíl," segir hún.

„Ég man að það var eins og jörðin væri að hverfa og þá kveður maður því maður heldur að endalokin séu komin. Ég kvaddi lífið, ég taldi að því væri lokið," segir hann. „Það var ryk og sandur úti um allt og það voru klettar næstum eins stórir og þessi stofa," bætti hann við.

Hjónin segjast vera ákaflega þakklát björgunarmönnunum sem komu þeim til aðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×