Innlent

Grunnur skjálfti við Herðubreið

mynd/Veðurstofa
Grunnur jarðskjálfti varð klukkan 12:45 í dag, rúmlega 3.5 kílómetrum VSV af Herðubreið.

Skjálftinn var 2.9 til 3 stig að stærð en upptök hans voru 0.4 til 0.6 kílómetra dýpi.

Samkvæmt jarðfræðingi hjá Veðurstofu hafa nokkrir minni skjálftar mælst á svæðinu í dag en ekki er þó um jarðskjálftahrinu að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×