Fyrirmyndar leiðsögn um Hörgá Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. maí 2012 23:21 Algeng ársveiði í Hörgá er vel yfir 1.000 fiskar. SVAK Veiðileyfi í Hörgá komu í sölu hjá Stangaveiðifélagi Akureyrar fyrir skemmstu. Á vef félagsins er að finna framúrskarandi góðar upplýsingar í máli og myndum um þetta spennandi veiðisvæði. Að því er segir á vef Stangaveiðifélags Akureyrar nær veiðisvæði Hörgár efst frá Nautá við Bakkasel í Öxnadal og Básfossi í Hörgárdal og niður að ósum Hörgár sem er á milli jarðanna Skipalóns og Óss. Á vefnum eru bæði ítarlega kynningarmyndbönd um veiðistaði og helstu legustaði fiska auk greinargóðra tölfræðiupplýsinga um veiðina í Hörgá. „Kynþroska sjóbleikja fer að ganga í Hörgá í júlí og þær sem ganga lengst fram í dalina koma fyrstar en bleikjan hrygnir annars um alla á. Þegar líður á sumarið fara göngur vaxandi og ná hámarki í ágúst. Algeng þyngd kynþroska sjóbleikju er um 0,5 – 1,0 kg en þær þyngstu eru um 3 kg," segir á svak.is. Þá segir að mikið af smáurriða sé í kílum og sundum. Fyrri hluta sumars leiti stórurriðinn þangað inn í ætisleit. „Til er saga um urriða sem veiddist í Neskíl í landi Möðruvalla sem var með stálpaðan spóaunga í maganum og vó urriðinn sjálfur þó ekki meira en eitt kíló. Þyngstu urriðarnir sem veiðast eru um 3 kíló," segir á svak.is. Nánari upplýsingar, eins og myndbönd, veiðistaðalýsingar og upplýsingar um laus leyfi má finna á vef Stangaveiðifélags Akureyrar. Stangveiði Mest lesið Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Drekka á kvöldin - veiða á daginn (myndband) Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði 20-30 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Vorveiðin hálfnuð í Kjósinni Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði
Veiðileyfi í Hörgá komu í sölu hjá Stangaveiðifélagi Akureyrar fyrir skemmstu. Á vef félagsins er að finna framúrskarandi góðar upplýsingar í máli og myndum um þetta spennandi veiðisvæði. Að því er segir á vef Stangaveiðifélags Akureyrar nær veiðisvæði Hörgár efst frá Nautá við Bakkasel í Öxnadal og Básfossi í Hörgárdal og niður að ósum Hörgár sem er á milli jarðanna Skipalóns og Óss. Á vefnum eru bæði ítarlega kynningarmyndbönd um veiðistaði og helstu legustaði fiska auk greinargóðra tölfræðiupplýsinga um veiðina í Hörgá. „Kynþroska sjóbleikja fer að ganga í Hörgá í júlí og þær sem ganga lengst fram í dalina koma fyrstar en bleikjan hrygnir annars um alla á. Þegar líður á sumarið fara göngur vaxandi og ná hámarki í ágúst. Algeng þyngd kynþroska sjóbleikju er um 0,5 – 1,0 kg en þær þyngstu eru um 3 kg," segir á svak.is. Þá segir að mikið af smáurriða sé í kílum og sundum. Fyrri hluta sumars leiti stórurriðinn þangað inn í ætisleit. „Til er saga um urriða sem veiddist í Neskíl í landi Möðruvalla sem var með stálpaðan spóaunga í maganum og vó urriðinn sjálfur þó ekki meira en eitt kíló. Þyngstu urriðarnir sem veiðast eru um 3 kíló," segir á svak.is. Nánari upplýsingar, eins og myndbönd, veiðistaðalýsingar og upplýsingar um laus leyfi má finna á vef Stangaveiðifélags Akureyrar.
Stangveiði Mest lesið Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Drekka á kvöldin - veiða á daginn (myndband) Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Mikið af bleikju að sýna sig í Hraunsfirði Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði 20-30 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Vorveiðin hálfnuð í Kjósinni Veiði Sæmundur í Veiðivötnum Veiði Veiðin komin í gang á heiðunum Veiði