Handbolti

Kiel vann 23. leikinn í röð | Þrjú Íslendingalið unnu sína leiki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson í leiknum í kvöld.
Aron Pálmarsson í leiknum í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Þrjú Íslendingalið unnu sína leiki í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar gefa ekkert eftir og unnu í kvöld 23. deildarleikinn sínn í röð á þessu tímabili. Hannover-Burgdorf og Rhein-Neckar Löwen unnu líka sína leiki en Großwallstadt, Wetzlar og Bergischer þurftu að sætta sig við tap.

Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson skoruðu báðir þrjú mörk fyrir TSV Hannover-Burgdorf sem vann fimm marka útisigur á Sverre Jakobssyni og félögum í TV Großwallstadtm 31-26. Sverre skoraði 1 mark í leiknum.

Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir Kiel þegar liðið vann fjórtán marka heimasigur á HBW Balingen-Weilstetten 35-21. Kiel var 19-8 yfir í hálfleik.

Kári Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir HSG Wetzlar en það dugði ekki til þegar liðið tapaði með tveimur mörkum á heimavelli á móti SG Flensburg-Handewitt, 24-26.

Rúnar Kárason skoraði tvö mörk fyrir Bergischer HC sem tapaði með fimm mörkum á útivelli á móti þýsku meisturunum í HSV Hamburg, 27-32.

Róbert Gunnarsson var ekki meðal markaskorara þegar Rhein-Neckar Löwen vann sjö marka útisigur á MT Melsungen, 35-28.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×